Á tumblr síðunni Reasons to be fit er hægt að finna 128 ástæður afhverju maður ætti að vera í góðu formi.
Síðan er skemmtilega sett upp, mynd með hverri ástæðu.
Þegar ég flétti yfir myndirnar fannst mér ég fá hvatningu. Ég fann nokkrar myndir sem áttu við mig … til dæmis væri ekki leiðinlegt að vinna kærastann í armbeygju keppni.
Allir hafa sínar ástæður fyrir að vilja fara og hreyfa sig, og það ættu allir að getað fundið hreyfingu sem hentar þeim. Allir ættu að geta fundið eitthvað sem veitir þeim hvatningu hvort sem það er æfingafélagi eða myndir á netinu sem veita manni vilja og styrk.