Vissir þú að það eru tvær tegundir af fólki með fullkomunaráráttu?
Ég las grein um daginn þar sem stóð að í stað þess að kalla þessa einstaklinga perfeksjónista ætti þetta að vera kallað leit að ágæti eða afbragði. Í raun er ekkert fullkomið og við vitum það öll, en samt hafa mörg okkar þessar óuppfyllanlegu væntingar sem draga okkur niður. En ef við myndum færa þetta frá því að leita að fullkomnun yfir í að leita að ágæti þá breyttist nú lífið aldeilis til hins betra ekki satt?
per·fec·tion·ist. 1 [hei] (maður sem telur unnt að lifa fullkomnu, syndlausu lífi): Leit að einhverju sem er ekki til getur reynst þreytandi og lýjandi. Einstaklingur með fullkomnunaráráttu vill ekki bara gera hlutina rétt heldur vill hann hann líka að aðrir viti að hann sé að gera þá rétt.
Ímyndin út á við skiptir hann/hana gríðarlegu miklu máli. Hversu þreytandi!? Ekki bara að velja alltaf allt rétt heldur koma því á framfæri við alla, – það tekur mikinn tíma og orku. Ef ekkert sem þú gerir er nógu gott, ef þú reynir að eltast við að lifa eftir einhverri ímynd sem þú hefur um fullkomnun – þá kemur sjálfsgagnrýnin í kjölfarið.
“Striving for excellence motivates you; striving for perfection is demoralizing.” – Harriet Braiker
Eigum við þá að hætta að eltast við draumana okkar og setja engar kröfur á okkur í lífinu?
Nei aldeilis ekki, við getum sett okkur markmið og leitast við að standa okkur vel. Við getum unnið með það sem er gott við okkur sjálf og gert það besta úr því…. Leit að fullkomnun dregur úr afkastagetu og lætur manni líða illa en leit að eigin ágæti leiðir til meiri afkastagetu.
Einstaklingar með fullkomnunaráráttu byrja oft ekki á hlutum eða klára þá ekki vegna hræðslu við að geta ekki gert þá fullkomnlega. Kröfurnar sem þeir setja á sjálfa sig eru svo langt fram úr eðlilegum kröfum að þeir eiga ekki möguleika á því að ná þeim. Þessu fylgir hærðsla við að að gera mistök sem getur valdið streitu og kvíða.
Við erum öll mannleg og við gerum öll mistök og það er allt í góðu lagi… lífið heldur áfram og við erum að læra alla okkar ævi
Fólk með fullkomnunaráráttu þarf að læra að meta sjálft sig út frá því hvað það gerir, ekki því sem aðrir halda að þau séu.
Þau sem leita að eigin ágæti leitast ekki að vera alltaf best. Þau læra af eigin mistökum og halda svo áfram.
Fyrir þeim er nóg að hafa reynt sitt besta og þeim finnst allt í lagi að vera ekki alltaf best. Á meðan perfeksjónistar verða að vera bestir til að líða vel með sjálfa sig þá geta þeir sem leita að eigin ágæti liðið vel þrátt fyrir að vera í öðru sæti.
„Fólk þarf að læra að skora á ofsa viðhorf sín þar sem fullkomnunaráráttan liggur með því að setja sér raunveruleg markmið, samþykkja mistök sem tækifæri til að læra og fyrirgefa sjálfum sér þegar þeim mistekst. Að búa til umhverfi þar sem sköpun, fyrirhöfn og þrautseigja eru mikils metin myndi einnig hjálpa.”
-Dr. Hill
Það þarf ekki að vera slæmt að vera með fullkomnunaráráttu en ef þú ert með hana þá þarftu kannski aðeins að móta það hvernig þú hugsar og reyna að breyta neikvæðu í jákvætt. Þá getur þetta verið eiginleiki sem drífur þig áfram enda eru flestir snillingar heims með hálfgerða fullkomnunaráráttu. Þetta fólk getur verið drífandi og með mikla þrautseigju og sjálfsaga. Það eina sem það þarf að muna er að ekki rífa sig niður heldur rífa sig upp.
Taktu 10 spurninga prófið “Are you a perfectionist?”
Sylvía er einkaþjálfari, yin jóga kennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Optimal Health sem er andleg og líkamleg þjálfun fyrir konur. Sylvía býr á Spáni ásamt syni sínum og Oreo kisunni þeirra.