Um þessar mundir standa yfir franskir dagar í Smáralindinni.
Í dag laugardag kl. 14:00 verður haldin glæsileg tískusýning í Smáralind þar sem sýndar verða vörur frá franska merkinu Dim. Fyrirsætur frá frönsku umboðsskrifstofunni Elite ganga tískusýningarpallinn og verða þær farðaðar með vörum frá snyrtivörumerkinu Bourjois – það verður því franskur stíll út í gegn.
Dim var stofnað í París árið 1953 og fagnar 60 ára afmæli á árinu. Dim framleiðir sokkabuxur og undirföt fyrir dömur, herra og börn og er risinn á frönskum markaði. Slagorð þeirra er: Dim Speaks for you.
Dim vörurnar eru seldar í yfir 40 löndum, merkið er oft leiðandi á sviði nýjunga í hönnun og tækni. Fyrirtækið leggur áherslu á að varan sé ekki bara falleg heldur einnig þægileg og að hún sé á góðu verði.
Margar þekktustu fyrirsætur heims hafa sýnt fyrir Dim, meðal annars þær Helena Christiansen, Naomi Campbell og fyrrum forsetafrú Frakka Carla Bruni.
Hér fyrir neðan má sjá brot af glæsilegu sokkabuxnaúrvali Dim en þær má síðan finna í verslun Lyfju í Smáralindinni.
Í tilefni franskra daga eru Dim sokkabuxur og Bourjois snyrtivörur á -25% afslætti til 3. nóvember.
Njóttu laugardagsins á franska mátann í Smáralindinni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.