Sóley Organics býður upp á “Mini Spa” á Hótel Reykjavík Natura á föstudaginn milli 17 og 19.
Sóley Organics, vörumerki marsmánaðar á Hótel Reykjavík Natura, býður gestum upp á “Mini Spa” með íslenskum jurtum, sem eru handtíndar í íslenskri náttúru.
Hönnuður Mánaðarins á Hótel Reykjavík Natura verður með skemmtilegu sniði í marsmánuði, en þá ætlar Sóley Organics, vörumerki marsmánaðar að kynna hinar vinsælu heilsuvörur sínar með því að bjóða upp á létt “minispa” með íslenskum jurtum.
Uppistaðan í húðsnyrtivörunum eru kraftmiklar íslenskar jurtir, eins og villt handtínt birki og vallhumall sem saman mynda grunninn í allri Sóley húðsnyrtivörulínunni.
Að baki Sóley Organics húðsnyrtivörunum er Sóley Elíasdóttir leikkona og heilsufrömuður.
Hún á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum, því að baki henni standa margir ættliðir íslenskra grasalækna og nokkrir þeirra haf aorðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi.
Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu græðismyrsla eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hafði í fjölskyldu Sóleyjar.
Hin aldagömlu smyrsl lögðu grunninn að Sóley Organics fyrirtækinu sem hefur nú verið starfrækt síðan 2007.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.