Pjattrófurnar ætla að gefa 100 miða (eða 50 stk af +1 miðum) á myndina September Issue en myndin fjallar um Prada djöfulinn Önnu Wintour, ritstýru Vouge og september eintakið af þessari óumdeildu tísku Biblíu en Anna Wintour er í þessu tilviki GUÐ með stórum stöfum.
Ef þig langar með í bíó kl 20 á föstudag þá er ekki annað að gera en að adda okkur sem vinkonu á Facebook og bíða svo eftir frekari fyrirmælum sem verða póstuð á statusnum okkar á morgun 😉
Facebook „add“ linkurinn okkar er aðeins neðar á síðunni og hér.
Hér er sýnishorn úr myndinni sem er gersamlega brakandi fersk og kemur til með að sýna okkur það heitasta úr tískubransanum… ásamt fleiru.

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.