Fyrir skemmstu varð ég árinu eldri og í tilefni dagsins var mér boðið að koma í dekur á nýlegri snyrtistofu í Hamraborg í Kópavogi sem nefnist Snyrtistofan Fiðrildið.
Ég varð að sjálfsögðu himinlifandi enda ekki oft sem ég fer í slíkt dekur. Mér var boðið í augnháralengingu og Dermatude Meta Therapy sem er 100% náttúruleg húðmeðferð sem endurnýjar og fegrar húðina.
Lashes on fleek
Það tekur um klukkustund að fá augnháralengingu en límd eru stök gerviaugnhár á þín eigin augnhár. Lagfæra þar lenginguna á um 3-5 vikna fresti en það fer örlítið eftir því hversu hratt þín eigin augnhár vaxa og endurnýja sig.
Hárvöxtur getur jú verið misjafn hjá hverjum og einum og því er erfitt að segja til um hversu ört þú þarft að láta lagfæra.
Með réttri umhirðu fer lengingin alls ekki illa með þín eigin augnhár en það er alls ekki mælt með því að reyna að losa lenginguna heima við nema að þú viljir plokka af þín eigin augnhár með.
Á Snyrtistofunni Fiðrildið er það snyrti-og förðunarfræðingurinn, Þórey Gunnarsdóttir sem sér um augnháralengingarnar en hún hokin reynslu og hefur um tæplega 6 ár að baki í vinnu með augnháralengingar.
Ég einstaklega ánægð með útkomuna enda er núna auðveldara að setja á sig andlit fyrir flug um miðja nótt!
Stöðvar öldrun húðarinnar
Ég verð að viðurkenna að ég var skeptísk á Dermatude en á degi tvö vaknaði ég upp með frísklegri húð en ég hef verið með lengi. Rétt eins og ég hafi fengið sérstaklega góðan nætursvefn. Húðin var þéttari og stinnari en þó silkimjúk. Mér fannst línurnar einnig minna áberandi. Ég geri mér grein fyrir því að raunverulegur árangur krefst fleiri skipti en útkoman kom mér hins vegar skemmtilega á óvart.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hjá Fiðrildinu hér.
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!