Það er engum blöðum um það að fletta að Fríða María Harðardóttir er á topp 5 listanum yfir færustu förðunarfræðinga Íslands.
Og nú býður hún konum eins og mér og þér að setjast í stólinn hjá sér og fá einkakennslu við förðun!
Fríða lærði til fagsins í Face Stockholm árið 1998:
„Ég hafði verið að vinna í verslun með myndlistanáminu mínu sem var staðsett við hliðina á Face Stockholm búðinni í Kringlunni. Ég kynntist stelpunum þar og varð smátt og smátt forvitnari um þetta fag og fjölbreyttar hliðar þess. Eftir að ég lauk myndlistanáminu, ólétt af mínu fyrsta barni, ákvað ég að skella mér í skólann og reyna að klára áður en barnið fæddist. Ég var svo enn í fæðingarorlofi þegar ég fór að fá atvinnutilboð, annars vegar í leikhúsi og hins vegar lítil ljósmyndaverkefni. Þetta rúllaði svo bara af stað af sjálfu sér eiginlega og myndlistamaðurinn varð alveg óvart sminka.”
Það liggur beint við að spyrja Fríðu hver algengustu mistök okkar ófaglærðu séu þegar kemur að förðun.
„Til dæmis að halda að það sama henti öllum. Allt í einu fara allar konur að móta augabrúnirnar sínar eins og eru allar að nota dökka liti í þær en það er bara mjög einstaklingsbundið hvað hentar. Til dæmis hvort það hentar yfirleitt að styrkja augabrúnir og þá hversu mikið, – og litir og annað slíkt,” segir Fríða.
„Þá finnst mér konur eyða hlutfallslega meiri tíma í augnförðun heldur en húðina en persónulega finnst mér húðvinnan og undirbúningur húðarinnar það allra mikilvægasta og mikilvægt að vanda sig þar. Þá sé ég allt of margar konur nota púður sem ættu að sleppa því, þar sem það fletur þær of mikið út, ýkir hrukkur og húðin virkar líflaus. Svo eru margar að ofnota sólarpúður og “highlight”. Það er hægt að nota þessa hluti þannig að útkoman verður mjög fín en margar eru bara allt of grófar í þessu.”
Eins og fyrr segir ætlar Fríða nú að bjóða upp á einkakennslu þar sem hver og ein fær ráðgjöf um hvaða förðun hentar henni best og hvernig.
Að þær fari að sjá hvað hentar þeim persónulega og hvað ekki en gleypi ekki bara í blindni við til dæmis því sem verið er að kenna á netinu af sjálfskipuðum sérfræðingum sem oft hafa því miður ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala.
„Prívat námskeiðin eru eitthvað sem ég hef gengið með í maganum lengi en einfaldlega aldrei haft tíma eða aðstöðu. Núna er ég hins vegar komin með fína aðstöðu, – ekki kannski með mikinn tíma reyndar en bý hann bara til af því mér finnst þetta skemmtilegt,” segir hún.
„Í gegnum tíðina hef ég oft hugsað ýmislegt þegar ég horfi á konur. Sé möguleikana sem þær hafa á að líta svo miklu betur út. Ég sé oft hræðileg trend sem klæða fáa og þá langar mig svo að uppfræða og hjálpa konum að horfa pínulítið gagnrýnum augum á þessi fyrirbæri. Að þær fari að sjá hvað hentar þeim persónulega og hvað ekki en gleypi ekki bara í blindni við til dæmis því sem verið er að kenna á netinu af sjálfskipuðum sérfræðingum sem oft hafa því miður ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala. Þetta var svona það sem vakti áhuga minn á að kenna venjulegum konum og einkakennsla verður alltaf það sem þær fá mest útúr,” segir snillingurinn Fríða að lokum en frekari upplýsingar um einkakennsluna má fá með því að senda tölvupóst á fridamaria (hjá) fridamaria punktur com. Fríða tekur einnig tvær eða þrjár vinkonur saman í einkakennsluna.
Hér má sjá brot af því sem Fríða María hefur gert í gegnum tíðina en á listanum yfir þær konur sem hún hefur farðað eru m.a. Dorrit Moussaieff, Vigdís Finnbogadóttir og Björk Guðmundsdóttir.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.