Það heillast flestir af Frido Kahlo, þessari sérstöku listakonu frá Mexíkó sem fæddist þann 6 júlí árið 1907 og lést rétt tæplega fimmtug, árið 1954.
Fegurð hennar var æði sterk, bæði hvað hennar eigið útlit sem og listaverkin sem hún gerði en hún notaði gjarna sjálfa sig sem fyrirmynd í verkum sínum.
Frida varð nefninlega fyrir alvarlegu slysi þegar hún var unglingur og þetta slys markeraði allt hennar líf og birtingarmyndir af því voru í mörgu sem hún gerði.
Hún átti jafnframt í stormasömu sambandi við listamanninn Diego Riviera og saman mynduðu þau forvitnilegt par.
Frida hafði mikinn áhuga á dýrum og á heimili hennar voru margar kisur, páfagaukar og apar sem voru gjarnan með henni á myndum.
Salma Hayek lék Fridu í nokkuð góðri kvikmynd sem kom út árið 2002 en þú getur lesið meira um Fridu hér.
Smelltu á gallerý myndirnar til að stækka þær (ef þú ert að skoða í tölvu).
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.