Nú höfum við fengið nýja Pjattrófu til liðs við okkur. Hún heitir Viktoría Hinriksdóttir, er 16 að verða 17 og er þar með sú yngsta í hópnum! Okkur finnst það meiriháttar gaman. Leyfum henni að hafa orðið:
Viktoría heiti ég….stunda nám í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og er þar á félagsfræðibraut. Í frítímanum elska ég að vera með vinum mínum, spjalla á kaffihúsum, lesa bækur og tímarit og hreyfa mig!
Ég hef líka ótrúlega gaman að því að ferðast og uppáhalds borgin mín er Boston ..það er bara eitthvað svo sjarmerandi við hana!
Þegar ég verð eldri langar mig til þess að verða næringarfræðingur, ég hef mikinn áhuga á heilbrigðu líferni og finnst mér skipta gífurlegu máli að vera meðvitaður um það sem maður setur ofan í sig því að það er alveg ótrúlegt hvað það hefur mikið að segja. Ég á einn lítinn hund sem heitir Benjamín og kallaður Benni, hann er 3 ára gamall shih-tzu rakki. Föt og snyrtivörur hafa alltaf heillað mig mikið og er það mikill heiður fyrir mig að fá að blogga um uppáhalds hlutina mína hér með Pjattrófunum!
Kveðja,
Viktoría
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.