Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur les upp úr bók sinni Og svo tjöllum við okkur í rallið á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 3. des. kl 12.15.
Í bókinni dregur Guðmundur Andri upp einstæða mynd af föður sínum, Thor Vilhjálmssyni. Bókin er núna í 4. sæti á metsölulista Forlagsins.
Thor Vilhjálmsson var einn helsti rithöfundur landsins og þjóðkunnur sem einarður málsvari lista, menningar og mannúðar.
Hann var líka óhemju svipsterkur og sópaði að sér athygli hvarvetna með öllu sínu fasi.
Sonur hans, Guðmundur Andri, hefur valið ljósmyndir úr fórum Thors til þess að minnast hans.
Rithöfundar lesa upp úr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum í hádeginu á fimmtudögum í desember.
Á kaffihúsinu er úrval girnilegra veitinga og þar á meðal er boðið upp á jólaplatta fullan af kræsingum. Plattinn kostar 4.500 krónur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.