Ungfrú Ísland 2009 Guðrún Dögg er þessa dagana stödd í Póllandi þar sem hún tekur þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Supranational 2011 . Guðrúnu Dögg er spáð velgengni eða 1-3 sætinu.
Það eru 75 lönd sem taka þátt í keppninni og er keppnin sú þriðja stærsta í heiminum. Þær stúlkur sem hreppa 1-3 sætið fá peningaverðlaun og mun fyrsta sætið einnig verða samningsbundið í eitt ár en þá skal sigurvegarinn ferðast um heiminn og vinna í góðgerðarmálum.
Það var einn af fyrrum dómurum í Miss World 2009 keppninni sem bauð Guðrúnu Dögg að taka þátt í miss Supranational 2011. Til stóð að ein af stúlkunum sem sigruðu í Ungfrú Ísland í ár færi í Miss Supranational en dómarinn valdi hinsvegar Guðrúnu Dögg úr hópi fegurðardrottninga eftir að hafa séð hana keppa í Miss World keppninni 2009.
Guðrún Dögg er búin að vera í Póllandi í þrettán daga og hafa keppendur verið í ströngum sviðsæfingum.
“Supra” þýðir fremstur en þau sem að keppninni standa ætla sér að vera fremst á heimsfegurðarsamkeppnalistanum en listinn er á þessa leið: Miss Univers, Miss World, Miss International, Miss Earth, Miss International Tourism. Svo eru nokkrar að berjast um framhaldið og Miss Supranational kemur vel út.
Nú er hægt að kjósa Guðrúnu Dögg og ég hvet alla til að styðja þessa glæsilegu stúlku með því að smella HÉR.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.