Heiti potturinn er verkefnasjóður sem er opinn fyrir ungt fólk í Reykjavík á aldrinum 16-25 ára.
Sjóðurinn styrkir skapandi verkefni í Breiðholti og er ætlað að virkja ungt fólk í nærumhverfi sínu og hafa jákvæð áhrif á ímynd hverfisins. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 15. maí 2015.
Margvísleg verkefni hafa hlotið styrki úr sjóðnum síðustu tvö ár, þar má meðal annars nefna tónleika Grísalappalísu í Mjódd, myndlistasýningu Höllu Birgisdóttur í Breiðholtsskóla, samsýningu á ljósmyndum í Gerðubergi og Breiðholtslaug, neðanvatnshljóðverk og örsögur Selmu Reynisdóttur og Kristínar Dóru Ólafsdóttur. Fleiri verkefni eins og viðhald og framkvæmdir á hjólabrettagarði við Jafnasel hafa hlotið styrki úr sjóðnum sem og vinna við hjólabraut sem er staðsett þar fyrir ofan.
Sjóðurinn styrkir hvert verkefni um allt að 200.000 kr.
Nánar um verkefnið á heimasíðu Hins Hússins en Heiti potturinn er líka hér á Facebook: https://www.facebook.com/heitipottur
Frábært fyrir ungt fólk sem langar að gera eitthvað skapandi og skemmtilegt í sumar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.