Verðlaunaðasta söngkona allra tíma, Whitney Houston, er látin fyrir aldur fram aðeins 48 ára.
Whitney hafði upp á síðkastið reynt að vera með endurkomu í tónlistarheiminn en tókst ekki vel upp. Hún hafði lengi glímt við áfengis og fíknefnavanda og átti í löngu og stormasömu sambandi við Bobby Brown.
Ekki er ljóst hver dánarorsökin er en talið er að hún hafi látist á Beverly Hilton hótelinu um fjögurleytið í gær.
Hún átti að koma fram á Grammy verðlaunahátíðinni í kvöld og ljóst er að kvöldið mun markað af andláti hennar.
Whitney lætur eftir sig 18 ára dóttur og ótal syrgjandi aðdáendur.
Hér má sjá erlendar fréttaskýringar:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=u_5PO_cTd8A [/youtube]
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=f2qrjECEp6k[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.