Emma Sohrabian var himinlifandi þegar hún fékk að vita að litla barnið sem hún hafði borið undir belti væri stelpa.
Hún hafði líka fengið að vita kynið nokkrum vikum fyrr þegar hún fór í sónar og var búin að gera fallegt, bleikt barnaherbergi, kaupa fullt af sætum bleikum fötum og skreyta herbergið fyrir litlu prinsessuna sem von var á í heiminn. Það kom því sem reiðarslagt þegar læknarnir skiptu allt í einu um skoðun og sögðu að stelpan væri í raun drengur.
Eða satt best að segja voru þau ekki viss hvort barnið hennar Emmu væri stelpa EÐA strákur, og til að flækja málin enn meira sögðu þau að nú myndu líða nokkrar vikur þar til þetta kæmist endanlega á hreint!
Emma, sem er 35 ára, sagðist ekkert skilja í því hvað læknarnir voru að tala um, hún hafði sagt öllum frá því að nú væri von á stelpu í heiminn og fjölskyldan beið eftirvæntingarfull.
Tilfellið er að barnið, sem heitir Aolani, sýndi einkennni óvenju sjaldgæfs sjúkdóms sem kallast Congenital Adrenal Hyperplasia, en aðeins eitt af hverjum 15.000 börnum fæðist með slík einkenni.
Í sumum tilfellum getur sjúkdómurinn vrið lífshættulegur því sjúklingarnir hafa ekki þau ensím sem þarf til að búa til hormónin cortisol og adlosterone og án þeirra býr líkaminn til of mikið af androgeni sem er sérstakt karlhormón. Þetta getur leitt af sér óvenjulega mikinn vöxt á kynfærum en þetta er líklegast tilfellið með Aolani. Læknarnir hreinlega sáu ekki hvort barnið var stelpa eða strákur og hafa enn ekki komist að niðurstöðu enda ekki hægt að greina það á kynfærunum sökum ofvaxtar. Þegar hún var þriggja mánaða var hún þó útskrifuð sem stelpa, enda benti flest til þess en hún þarf að verða eldri til að endanleg niðurstaða um hvort hún sé með CHA kemur í ljós.
Aolani fæddist 15 vikum fyrir tímann og var tekin með keisaraskurði. Hún þurfti að dvelja fyrstu þrjá mánuði ævinnar á spítala en sú litla er núna orðin 14 mánaða gömul. Emma Sobrain segir það hafa verið mikið áfall að fá að vita að barnið hafi greinst með þennan erfiða sjúkdóm, það hafi aukið á þjáninguna eftir erfiðleikana í kringum fæðinguna. Hún upplifði mikla spennu meðan hún beið eftir niðurstöðu um hvoru kyninu barnið tilheyrði og það gerði það ekki betra að barnið var í hitakassa.
Staðan í dag er sú að ef svo reynist að Aolani sé með CAH (congenital adrenal hyperplasia) þá er mögulega hægt að leysa vandann með lyfjagjöf, annars getur hún gengið undir skurðaðgerð til að “leiðrétta” kynfærin.
En Emma segir að þetta sé mjög persónulegt svo hún fær að ákveða það sjálf hvað hún gerir þegar hún hefur aldur og þroska til.
“Ég missti barn eftir að vera langt komin á meðgöngu áður en Aolani kom í heiminn svo hún er mikil gjöf. Stelpa eða strákur, hún er fullkominn fyrir mér. Hún er litla fallega stelpan mín í dag, ég varð bara óskaplega hissa. Það eina sem ég óska mér er hamingjusamt og heilbrigt barn,” segir móðirin.
Þetta hlýtur að vera erfið staða fyrir móðurina og ekki undarlegt að hún hafi ákveðið að halda sig við annað kynið við uppeldið en CAH einkennin erfast frá báðum foreldrum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.