Virk efni Bláa Lónsins verða sýnileg og kynnt gestum verslunar Bláa Lónsins að Laugavegi 15 í dag, laugardaginn 17. desember frá kl. 14.00 -16.00.
Ása Brynjólfsdóttir, lyfjafræðingur og rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins verður á staðnum. Jarðsjór Bláa Lónsins sem þekktur er fyrir lækningamátt og lífvirk efni hans, kísill og þörungar verða kynnt sérstaklega.
Sýnishorn af efnunum verða á staðnum og hér er því einstakt tækifæri fyrir áhugasama til að kynnast þeim nánar.
Lækningamáttur Bláa Lónsins gagnavart húðsjúkdómnum psoriasis er vel þekktur en niðurstöður rannsókna sýna einnig að virku efnin, kísill og þörungar vinna gegn öldrun húðarinnar með góðum árangri.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.