Einn uppáhalds skyndibitinn okkar er hið mexíkanska Serrano sem finna má víða um borgina.
Þar er hægt að fá hollan og bragðgóðan skyndibita en í 10 ár hefur kokkalið Serrano unnið hörðum höndum að því að bjóða upp á ljúffengan mexíkanskan mat úr góðum hráefnum.
“Matseðillinn hefur verið þróaður jafnt og þétt og nú viljum við taka næsta skref og gera góðan mat enn betri,” segir Emil Helgi Lárusson framkvæmdastjóri en Serrano býður nú Facebook-vinum að aðstoða við að búa til nýjan burrito.
200 verða valin í liðið
“Þetta er í fyrsta skipti sem við förum þessa leið og við hlökkum mikið til. Við höfum sett upp skráningarkerfi á Facebook-síðunni okkar og þar geta áhugasamir skráð sig en því miður geta ekki allir verið með. Við munum því velja 200 manns úr hópnum sem munu prófa ýmsar gerðir af Serrano og borða hjá okkur næstu þrjár vikurnar. Þannig ætlum við að búa til hinn „fullkomna burrito,“ segir Emil Helgi fullur tilhlökkunar en hin 200 heppnu verða valin í lok vikunnar og nú hefur þú tækifæri til að setja þitt mark á matinn.
Þú getur skráð þig í hópinn með því að smella HÉR . Bon appetit!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.