Víkingur Kristjánsson leikari og Vesturportari sá sig tilneyddan til að senda frá sér “fréttatilkynningu” á Facebook en þar lætur hann vini sína, og líklegast vinkonur vita af því að hann sé alls ekki á lausu.
Tilkynningin hljóðar svo:
“Af gefnu tilefni hef ég ákveðið að gefa frá mér eftirfarandi tilkynningu. Ég er ekki piparsveinn. Þar sem líklegt er að þessi staðreynd fari alveg með einhleypan kvenpening þjóðarinnar bendi ég á að þeir Skúli Mogensen, Garðar Gunnlaugsson og Sölvi Tryggvason eru enn lausir og liðugir. Gangi ykkur vel stelpur!”
Tilefni þess að Víkingur sendir þessa frétt frá sér er grein í DV þar sem farið er yfir hóp þekktra íslenskra karla sem eru á lausu. Þar er hann kallaður bangsalegur og aðlaðandi.
Sú heppna heitir Kolbrún Elma Schmidt og er frá Suðureyri við Súgandafjörð en hún er fædd 1982 og er 10 árum yngri en leikarinn knái.
Við óskum þessu frambærilegu vestfirðingum að sjálfssögðu til hamingju með hvort annað!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.