FRÉTT: „Við Bjarneyju Rún Haraldsdóttur hef ég þetta að segja.“

14938300_545432705656047_2092745194720105201_nVið Bjarneyju Rún Haraldsdóttur hef ég þetta að segja: TAKK. Fyrir að koma fram, einlæg og berskjölduð, eins og þú gerðir í myndbandinu fyrir Stígamót. Það eru eflaust margar konur, sér í lagi ungar, sem geta tengt við þína reynslu/líðan.

Í dag hrindir Stígamót formlega af stað söfnunarátaki Stígamóta sem ber yfirskriftina „Styttum svartnættið“, en tíminn sem líður frá því að kynferðisbrot er framið þar til brotaþoli leitar sér aðstoðar er oft langur.

Markmiðið er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta. Starfið er mikilvægt og þörf er á aukinni þjónustu, sem getur beinlínis snúist um að bjarga mannslífum.

Söfnunin mun ná hámarki með samnefndum þætti á Stöð 2 föstudaginn 18. nóvember. Á næstu dögum mun Stígamót birta viðtöl við Stígamótafólk sem af einstöku hugrekki og æðruleysi opnar sig um erfiða reynslu fyrir alþjóð.

Hér er fyrsta myndband, en það er viðtal við Bjarneyju Rún Haraldsdóttur.

„Það að maður skuli í alvörunni vilja vera lifandi enn þá … það er þessi hjálp sem maður fékk.“

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: FRÉTT: „Við Bjarneyju Rún Haraldsdóttur hef ég þetta að segja.“