Á morgun, þann 24.nóvember, fer fram tískusýning á vegum útskriftarnema af textíl og hönnunarbrautar Fjölbrautarskólans í Breiðholti.
Ellefu nemendur standa að þessari útskriftarsýningu og er þemað 20.öldin eins og hún leggur sig en hver og einn nemandi hefur valið sér sitt eigið tímabil tískusögunnar til að styðjast við.
Sýningin er haldin á hverju ári og að sögn aðstandenda verður hún betri með hverju árinu sem líður. Í ár er þemað með þeim hætti að sýningin ætti að geta boðið upp á fjölbreytta skemmtun og því vel þess virði að leggja leið sína í Breiðholtið og sjá hvað hönnuðir framtíðarinnar hafa upp á að bjóða.
Hér má sjá nokkur dæmi um hönnun ungu kynslóðarinnar.
Húsið opnar kl 19:30 en sýningin byrjar kl 20:00. Að lokinni sýningu er boðið upp á léttar veitingar en það er frítt inn.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.