Ungfrúin góða er ný verslun staðsett á Hallveigarstíg í miðbæ Reykjavíkur.
Verslunin er lítil og vinaleg “konubúð” þar sem má finna ýmsar gersemar. Þar er til sölu töskur, skór, fatnaður, fylgihlutir og gjafavara á sanngjörnu verði.
Ungfrúin góða er skemmtilega hönnuð og það sem gerir þessa verslun örlítið frábrugðna mörgum fata- og fylgihlutaverslunum er það að skrautmunirnir sem við fyrstu sýn virðast einungis til þess að gleðja auga viðskiptavina og búa til notalegt umhverfi eru einnig söluvara. Ljósin í loftinu, teppin á gólfinu og myndirnar á veggjunum er allt hluti af vörulínunni sem þær stöllur bjóða upp á.
Ég legg til að þið lítið við á Hallveigarstígnum í næstu bæjarferð.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com