Flestar tókum við eftir velgengni EGF dropanna á íslenskum markaði. Þar mættust vísinda og snyrtivöruheimurinn með góðum árangri en nú er komin ný vara á íslandsmarkað, ættuð úr sama ranni náttúru og vísinda – UNA SKINCARE.
Nýsköpunarfyrirtækið Marinox hefur sett á markað einstök dag og næturkrem, unnin úr sjávarþörungum sem eru lífrænir og sérræktaðir og svo týndir á hárréttum tíma við strendur landsins.
Lífvirku efnin í þörungunum eru svo unnin með háþróaðri náttúrulegri aðferð sem tryggir hármarksvirkni vörunnar.
Þörungar eru þekktir fyrir yfirburða lífvirkni og hafa verið notaðir í snyrtivörubransanum með góðum árangri um nokkurt skeið. Mörg þekktustu og virtustu snyrtivörumerki heims notast við lífvirk efni úr hafinu í framleiðslu sína og þykir þetta með því áhugaverðasta sem er að gerast í þessum bransa í dag.
Það sem vekur t.d. mikinn áhuga er það magn andoxunarefna sem er að finna í þörungunum (Fucus vesiculosus) sem finnast hér við strendur landsins – það er mikið meira en í Grænu Te!
Í þörungunum er einnig að finna fjölsykrur, amínósýrur, vítamín og steinefni en þessi efni berjast gegn hvarfeindum og húðöldrun, draga úr bólgum og roða, auk þess að bæta teygjanleika og raka húðarinnar.
Una Skincare kremin innihalda hvorki paraben, litarefni né ilmefni og vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.
Pjattrófurnar mættu með míkrófóninn og aðstoðarmann á sérstakt kvöld þar sem nokkrar konur komu saman en þær áttu það sameignlegt að hafa prófað kremið fyrir vísindamennina um nokkurt skeið og voru þær einróma um ágæti vörunnar. Það sem flestar voru sammála um var hvernig húðin varð jafnari við notkun og ásýnd hennar sléttari.
Hér má sjá fræðandi viðtal við Elínu Guðmundsdóttur snyrtifræðing sem hefur bæði langa þekkingu og reynslu af kremum:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8M8vovbBU5c[/youtube]
Smelltu HÉR til að skoða Facebook síðu Una Skincare og fræðast meira en HÉR er heimasíðan.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.