Tíðarandinn í dag snýst mikið um að vernda umhverfið og velja skynsamlega… og þetta finnst okkur frábært.
Af ýmsu er að taka þegar að umhverfisvænum varningi kemur og mjög oft er hægt að velja umhverfisvænan valkost í flestu sem maður kaupir, hvort sem það eru snyrtivörur, fatnaður, umbúðir eða annað. Nú getur maður meira að segja fengið umhverfisvænar töskur en Pjattrófurnar sögðu frá skemmtilegum ‘Bottle Top’ töskum fyrir ári síðan.
Nú er hægt að fá þessar töskur á Íslandi en Kolors er íslensk netverslun sem sérhæfir sig í því að bjóða upp á umverfisvænar tískuvörur.
Um er að ræða hliðartöskur og tölvutöskur gerðar úr dekkjaslöngum úr reiðhjólum. Ólin er gerð úr öryggisbeltum úr bílum en töskurnar eru mjög vandaðar og það kemur á óvart hvað þær eru töff. Einnig er hægt að fá korta- og seðlaveski gerð úr dekkjaslöngum.
Framleiðandinn er Alchemy Goods (AG) og er staðsettur í Seattle í Bandaríkjunum. Þar fer hönnun og framleiðsla fram. Nú þegar hefur fyrirtækið endurnýtt (upcycle) yfir 182.000 dekkjaslöngur við framleiðslu á þessum vörum og þannig komið í veg fyrir að þær endi sem landfylling í náttúrunni. Alchemy Goods fær dekkjaslöngurnar frá hjólaverkstæðum og hjólaáhugamönnum víðsvegar um Bandaríkin og eru t.d. í samstarfi við hjólaframleiðandann Trek.
Töskurnar og veskin sameina á skemmitlegan hátt tísku, flotta hönnun og umhverfisvernd og auðvitað er þetta sniðug afmælisgjöf eða jólagjöf fyrir bæði umhverfissinnaða, hjólamenn, bílaáhugafólk og þá sem hafa gaman af frumlegri og skemmtilegri hönnum.
Kíktu á www.kolors.is eða á síðuna þeirra á Facebook.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.