Það er alltaf gaman þegar íslendingum gengur vel erlendis en útrásarvíkingurinn Tómas Tómasson (afsakið orðavalið) er sannarlega að gera það gott í London.
Í tilefni alþjóðlega hamborgaradagsins er Breska dagblaðið Independent með ítarlega úttekt á bestu hamborgurum Lundúnaborgar á vef sínum í dag og raðar niður á topp 10 lista þar sem Tommi trónir efstur.
Þar er klassískum ostborgara líkt við eitthvað úr teiknimynd en kjötið á að vera fyrsta flokks og bragðið eftir því.
Hamborgaradómararnir kunna jafnframt að meta einfaldleikann sem einkennir staðinn en þeim finnst krúttlegt að sjá Sopranos plaköt á veggjunum og jólaseríur notaðar til að lýsa staðinn upp.
Aðrir hamborgarastaðir sem komust á listann eru Patty & Bun og Flat Iron. Þú getur skoðað alla greinina HÉR en HÉR er tengill á hamborgarabúllurnar í London.
Áfram Ísland!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.