Það er ekki langt síðan ég tók þá ákvörðun að nú þyrfti ég að vera duglegri að drekka grænt te enda mikill töfradrykkur sem ræsir andann, eykur brennslu og losar um uppsafnaðan vökva í líkamanum.
Sama dag fór ég á fund og hitti þar fyrir furðulega tilviljun konu sem hélt á sérstöku og mjög flottu glasi. Í glasinu var grænt te, eins ferskt og freistandi og það gerist. Ég varð yfir mig hrifin af glasinu og ekki versnaði það þegar ég fékk heila sögu með því og góðan málstað.
Glasið er flutt inn frá Kína fyrir lítil góðgjörðarsamtök sem kalla sig Barnabros. Tilgangurinn með Barnabrosum er að veita krökkum sem eiga um sárt að binda, tilfinningalega og félagslega, tækifæri til að upplifa einfalda og skemmtilega hluti eins og að fara í leikhús, á Hamborgarafabrikkuna eða í bíó.
Samtökin hafa þó fengið fyrirspurnir um sitthvað fleira eins og t.d. barnafatnað, tómstundir, skólamáltíðir, skólaferðir og sumardvalir svo eitthvað sé nefnt. Barnabros vinna náið með fagaðilum en að Barnabrosum standa tvær konur, þær Andrea Margeirsdóttir félagsráðgjafi og Rannveig Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur. Andrea hefur í gegnum starf sitt sem félagsráðgjafni (m.a. hjá Barnavernd) kynnst þeirri neyð sem mörg börn búa við en báðar hafa lengi unnið við ýmis hjálparstörf.
“Barnabros vilja til viðbótar, skapa umgjörð sem hvetur til þess að þörfum barna fyrir athygli, umhyggju og ástúð sé fullnægt. Barnabros vilja með tækifærum til nýrra upplifana, létta af litlum herðum á sérlega erfiðum tímum.”
Þarna fer saman það sem mér finnst alltaf svo frábært, góður málstaður og góð vara. Þegar þú kaupir þér glas hjá Barnabrosum þá ertu um leið að gera góðverk.
Sjálf keypti ég nokkur og gaf Sollu vinkonu minni á Gló eitt. Solla varð himinlifandi en hún hafði einmitt verið að leita sér að nákvæmlega svona glasi!
Glösin fást hjá Andreu í versluninni Ditto, Smiðjuvegi 4 (græn gata) í Kópavogi. Einnig senda þær út á land og eru líka alveg til í að kíkja við á vinnustaði með glös. Glasið kostar 3.500 kr. og rennur allur ágóði til Barnabrosa. Glasið er úr gleri og ryðfríu stáli.
Hér er myndband sem sýnir hvernig teglasið virkar:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=cL6f7y9BEiA[/youtube]
Þú getur svo SMELLT HÉR ef þú vilt kaupa glas handa sjálfri þér eða vinkonu. Mér finnst þetta SNILLD!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.