Tapasbarinn var opnaður 8 október á því herrans ári 2000, er því tólf ára í dag og ætlar að halda frábæra veislu í tilefni dagsins.
Veiiii – við Pjattrófur óskum þeim innilega til hamingju með daginn og árangurinn, ekki alltaf sem staðir í borginni standast tímans tönn en Tapasbarinn er meðal þeirra enda er staðurinn kósý, lifandi og skemmtilegur með frábæru úrvali rétta.
Í tilefni afmælisdagsins ætlar Tapasbarinn að bjóða upp á 12 vinsælustu rétti Tapasbarsins á aðeins 590 kr stk og glas af Peroni víni kostar litlar 590 kr en léttvínsglas, Campo Viejo er á 690 kr og ALLIR fá hina sívinsælu súkkulaðiköku Tapasbarsins í eftirrétt.
EKKI NÓG MEÐ ÞAÐ…
Ef þú ákveður að gera vel við þig og þína og halda upp á afmælið í kvöld eða annað kvöld, þá gefst þér einnig kostur á að taka þátt í afmælisleik þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum… Flug og hótel fyrir tvo til Tenerife á Spáni, iPad 2, salsanámskeið, x2 kassar af Campo Viejo og gjafabréf á Tapasbarinn 3×20.000 kr bréf og 3×10.000 kr bréf! Það verður dregið út þann 11. okt – eða bara strax á miðvikudaginn!
Kíktu í suðræna stemmningu á Tapas barnum í kvöld og á morgun, njóttu lífsins fyrir lítinn pening… og kannski færðu afmælisvinning!?

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.