Skemmtigarðurinn í Smáralind opnaði fyrir almenningi á laugardag en boðsgestir og börn þeirra fylltu garðinn á föstudag.
Þar var margt góðra gesta sem gerðu sér glaðan dag og nutu góðra veitinga. Börnin fengu ókeypis ís og kandífloss og langar raðir mynduðust í sum tækin. Stemmningin var góð og broshýr andlit slógu birtu á þetta skemmtilega skammdegissíðdegi.
Ókeypis er inn í Skemmtigarðinn en greitt í tækin og er verðið á bilinu 100-850 krónur. Það má því búast við góðum viðtökum enda hefur landinn gaman af því að lyfta sér upp, sumir jafnvel hærra en 20 metra í loftið með ‘sleggjunni’.
Hér má sjá myndir af gestum en meðal þeirra voru Þórunn Antonína, Sveppi, Simmi og Jói, Dísa í WorldClass, Hlín Einars og Björn Ingi og ótal fleiri þekktir íslendingar.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.