Á föstudagseftirmiðdögum á Hótel Reykjavík Natura, hefur Happy Hour verið með sannkölluðu hönnunarívafi í formi tískusýninga, skartgripakynninga, skókynninga eða snyrtivörukynninga – allt saman mjög kvenvænt.
Síðastliðna föstudaga í maí hefur Hafliði súkkulaðigerðarmaður þó slegið öll aðsóknarmet enda hafa stelpur og súkkulaði alltaf átt hina bestu samleið. Hafliði hefur verið með fjölbreyttar, skemmtilegar og gómsætar súkkulaðikynnigar Veitingastaðnum Satt á hótelinu, enda guðdómlegt súkkulaði á boðstólum, meinhollt og án allra aukaefna.
Mörg hundruð manns hafa undanfarinn mánuð mætt til þess að kynna sér hvað súkkulaðimeistarinn býður uppá og hafa súkkulaðieldfjöllin sem hann gerði í samstarfi við Brynhildi Pálsdóttur hönnuð, mælst einstaklega vel fyrir meðal erlendu gestanna, sem margir hverjir hafa fyllt ferðatöskurnar af súkkulaðieldfjöllum frá Íslandi.
En í dag fer hver að verða síðastur til þess að gæða sér á gotteríinu því síðasta súkkulaðikynningin hjá Hafliða er í dag föstudaginn 31. maí milli 17 og 19.
Er þetta spurning um að taka Happy hour með smá súkkulaðidjammi á Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðum) á eftir?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.