Þrítugi stærðfræðikennarinn Jeremy Forrest hefur verið ákærður fyrir barnsrán eftir að hafa látið sig hverfa frá Bretlandi með 15 ára gömlum nemanda sínum.
Nú fyrir hádegi í dag á hann að mæta í dómshúsið í Sussex á Englandi en bæði hurfu þau þann 20. september s.l og komumst í heimsfréttirnar þar sem vítæk leit var gerð að þeim.
Eftir að leit var hafin sáust á öryggismyndavélum sem komið hafði verið um borð í ferjunni milli Englands og Frakklands en það var farþegi um borð sem bar kennsl á þau eftir að hafa séð þau í sjónvarpinu.
Á endanum voru þau svo handsömuð í Bordeaux héraði Frakklands og Jeremy Forrest handtekinn fyrir grun um barnsrán. Hann hafði þá verið að leita sér að vinnu á börum í Frakklandi og vísaði fram falskri ferilskrá.
Þess ber að geta að Jeremy er giftur maður og hafði starfað sem stærðfræðikennari við skólann um nokkurt skeið en til stóð að leysa hann frá störfum eftir að grunur kom upp um samband hans við stelpuna.
Kennarinn kom til Bretlands í gær eftir að hafa setið fangelsi í Frakklandi í tvær vikur en stelpan, Megan Summers, er komin heim til móður sinnar og stjúpa.
Lögmaður Jeremy Forrest, Phil Smith, segir umbjóðanda sinn hlakka til að “allur sannleikurinn” fái að líta dagsins ljós en ljóst en magir Bretar fylgjast spenntir með framvindu málsins sem hefur vakið gríðarlega athygli.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.