Íslendingar búa við ríkan vatnsbúskap og eiga greiðan aðgang að vatni. Þessi náttúruauðæfi búa aftur á móti ekki allir við.
Víða um heim er nauðsynlegt að ganga langar vegalengdir til að sækja vatn á hverjum degi.Slíkar aðstæður er að finna í Mangochi-hérað í Malaví en ekkert ferskt drykkjarvatn er á svæðinu.
Leiðin að vatninu
Rauði Kross Íslands og Vífilfell hafa brugðist við þessu vandamáli og undirritað þriggja ára samstarfssamning um gerð vatnsbrunna við sjö grunnskóla í Mangochi-héraði í Malaví. Samningurinn er í nafni vörumerkisins Topps.
Fyrir hverjar flösku sem keypt er af Toppi gefa neytendur um leið þrjá lítra af hreinu vatni í Malaví.
Ganga 6 km til að sækja 20 lítra af vatni
Í Malaví er öflun vatns undantekningalaust í höndum kvenna og stúlkna frá 5 ára aldri. Á degi hverjum þurfa þær að ganga sex kílómetra leið til að sækja 20 lítra að vatni fyrir sína fjölskyldu. „Aðgangur að hreinu vatni er í raun undirstaða fyrir bættum lífskjörum fjölskyldna á svæðinu. Ekki einungis hefur það áhrif á heilsufar barna og fullorðina, heldur hefur það einnig áhrif á stöðu kvenna og stúlkna í samfélaginu og auðveldar þeim skólasókn“, segir Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi.
Aðstæður í Malaví heimfærðar yfir á íslenskan raunveruleika
Í kynningarátaki verkefnisins, Leiðin að vatninu, var unnið með þekktum Íslendingum og aðstæður í Malaví heimfærðar yfir á íslenskan raunveruleika. Leikkonan Þórunn Erna Clausen, Karl Sigurðsson Baggalútur, hraustmennin Ívar Guðmundsson og Arnar Grant ásamt Sóley Tómasdóttur borgarfulltrúa tóku þátt í áskoruninni en Sóley tók áskorunina lengst!
Upplifði vatnsskort í þrjá daga
Sóley lifði við vatnsskort í þrjá daga og gekk 6km leið til að sækja 20 lítra af vatni daglega.
„Fyrst og fremst kenndi þetta mér hvað ég bý við mikil forréttindi að eiga greiðan aðgang að vatni,“ segir Sóley. „Ef ég byggi í þróunarlandi þá væru aðstæður mínar svo allt aðrar. Það er eiginlega ekki hægt að setja sig í þessar aðstæður og í raun er bara hægt að ímynda sér hvað þessi litli afmarkaði þáttur hefur mikil áhrif.“
Sóley talaði einnig um hversu mikil áhrif það hafði á dagsdaglegt líf að þurfa fara svo langt til þess að sækja vatn:
„Að labba þrjá kílómetra með 20kg á bakinu tekur langan tíma og krefst mikils af þér,“
Hér má sjá myndband þar sem Sóley lýsir því hvernig þessir þrír dagar hafa verið og hvernig vatnsleysið hafði áhrif á líf hennar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qKv-Pl4Y4t4[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.