Í nóvember og desember verður hádegisjóga í Hörpu á þriðjudögum. Kennsla fer fram í svokölluðu Yokohorni á annarri hæð Hörpu en þar er fallegt útsýni yfir sundin og á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey.
Kennarar frá Yoga Shala bjóða fram vinnu sína við jógakennsluna og aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum til UNICEF til styrktar stríðshrjáðum börnum frá Sýrlandi. Allir eru velkomnir að koma í tíma, bæði byrjendur sem lengra komnir.
Markmiðið með þessu er að bjóða upp á andlega næringu og líkamlega vellíðan í mesta skammdeginu og styrkja gott málefni. Hádegistími í Hörpu er kjörin vin frá amstri hversdagsleikans og jólaösinni og þú snýrð aftur út í daginn bein í baki með bros á vör.
Láttu orðið ganga – komdu í þriðjudagsjóga í Hörpu!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.