Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í mötuneyti Menntaskólanum á Akureyri, og félagi í Klúbbi Matreiðslumeistara, sigraði fyrir Íslands hönd í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram fór í París í Frakklandi fyrir helgi.
Þar fór fram matreiðslukeppni milli matreiðslumanna sem starfa í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum.
Keppendur þurftu að elda fyrir tíu manns, Lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki.
Úrslitin voru:
1. sæti – Ísland, Snæbjörn Kristjánsson
2. sæti – Frakkland, Ghislain Moureaux
3. sæti – Indland, Shehrezad Kapadia
Vinnings-matseðillinn hjá Snæbirni var:
Við óskum Snæbirni til hamingju með sigurinn sem og krökkunum í Menntaskólanum á Akureyri. Það hlýtur að vera frábært að nærast hjá sigurvegara í matreiðslukeppni dag hvern í skólanum!
(heimild: freisting.is)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.