Ísland er alltaf að verða vinsælli ferðamannastaður og þá er það óspillt náttúran sem heillar flesta.
Hin bandaríska Sarah Kugelman er meðal þeirra sem hrífast af landinu en hún hefur jafnframt nýtt sér það með ágætis hætti til að markaðssetja snyrtivörur undir nafninu Skyn Iceland.
Sarah þessi segist m.a. nota krækiber, rifsber, þang og jöklavatn í húðvörur sínar og gefur þetta góða raun því kremin fá rífandi góða umfjöllun í helstu tískublöðum heims. Sjálf hef ég ekki prófað vörurnar en þær fóru á markað í fyrra og virðast ganga mjög vel ef marka má umfjöllunina.
Hluti af markaðssetningunnni gengur út á að róa húð sem er undir of miklu álagi frá stressi og þar teflir hún saman stressi stórborgarinnar og rólegheitunum úr íslenskri náttúru. Eða eins og hún segir sjálf, þá bjargaði Ísland lífi hennar þar sem hún var illa haldin af streitu en upplifði hérna kyrrð og ró.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ekd0cAab9tU[/youtube]Á heimasíðu Skyn Iceland má líka niðurhala skjáhvílum með myndum af Íslenskri náttúru og lesa athugasemdir frá stjörnum sem segjast nota vörurnar en meðal þeirra eru t.d. Rachel Zoe og Leighton Meester úr Gossip Girl.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.