Einn eftirlætis veitingastaður Pjattrófanna er Sjávargrillið við Skólavörðustíg en þangað komum við ósjaldan í hádegis sushi eða annað góðgæti.
Allt frá opnun staðarins höfum við verið þar fastagestir og ekki ber á öðru en að það séu fleiri sammála okkur um ágæti staðarins því Sjávargrillið hefur nú fengið lang hæstu einkunn allra veitingastaða borgarinnar sem nefndir eru á meðmælasíðunni Trip Advisor.
Af þeim 174 sem hafa mælt með staðnum gefa 94% hæstu einkunn og segjast mundu mæla með staðnum við alla.
Einkunn er gefin í flokkunum; matur, þjónusta, verðgildi og stemmning og allstaðar fær Sjávargrillið þá hæstu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eins og sjá má á myndinni hægra megin eru það aðeins níu aðilar sem gefa ekki hæstu eða næsthæstu einkun.