Einn eftirlætis veitingastaður Pjattrófanna er Sjávargrillið við Skólavörðustíg en þangað komum við ósjaldan í hádegis sushi eða annað góðgæti.
Allt frá opnun staðarins höfum við verið þar fastagestir og ekki ber á öðru en að það séu fleiri sammála okkur um ágæti staðarins því Sjávargrillið hefur nú fengið lang hæstu einkunn allra veitingastaða borgarinnar sem nefndir eru á meðmælasíðunni Trip Advisor.
Af þeim 174 sem hafa mælt með staðnum gefa 94% hæstu einkunn og segjast mundu mæla með staðnum við alla.
Einkunn er gefin í flokkunum; matur, þjónusta, verðgildi og stemmning og allstaðar fær Sjávargrillið þá hæstu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eins og sjá má á myndinni hægra megin eru það aðeins níu aðilar sem gefa ekki hæstu eða næsthæstu einkun.
Ef þú hefur enn ekki farið á Sjávargrillið hvetjum við þig til þess að prófa sem fyrst. Við mælum til dæmis með hádegismatseðlinum eða Grillpartýi þar sem farið er með bragðlaukana á sannkallaða skemmtisiglingu…
Smelltu hér til að skoða Facebook síðu Sjávargrillsins
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.