Sigrún Lilja stofnandi Gyðju Collection er stödd í Los Angeles um þessar mundir til að taka á móti verðlaunum fyrir metsölubók.
Sigrún Lilja kemur við sögu í The Success Secret ásamt fleiri sérfræðingum úr viðskiptalífinu en bókin, sem er skrifuð af Jack Canfield, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og skaust strax ofarlega á þrjá metsölulista og alla leið í annað sæti metsölulista amazon.com.
The National Academy of best-selling authors stendur fyrir árlegri verðlaunaafhendingu metsöluhöfunda í Los Angeles.
Sigrún Lilja sem er stödd í stjörnuborginni til að taka á móti verðlaunum á árlegu hátíðinni sem haldin er á Roosevelt hótelinu í hjarta Hollywood.
Sigrún segist hlakka verulega til kvöldsins en stefnan er að hafa gaman af þessu og njóta augnabliksins. Það er nóg að gera í herbúðum Gyðju Collection en Sigrún er svo heppin að hafa frábært starfsfólk sem gerir henni kleift að fara til LA þegar von er á nýrri vetrarlínu frá Gyðju Collection ásamt nýjum ilm fyrir jólin.
Sigrún segist ekki hafa fengið langan fyrirvara áður en hún fór út:
“Það var fremur naumur tími til undirbúnings þar sem bókinn kom út fyrir aðeins um mánuði síðan. Ég og stílistinn minn, Margrét Björnsdóttir, byrjuðum strax að huga að klæðnaði og skartinu sem ég mun bera í kvöld,“
…sagði Sigrún Lilja sem mun klæðast sérgerðum kjól sem hún hannaði sjálf en það var kjóla og klæðskerinn Sigrún Elsa Stefánsdóttir sem er með íslenska merkið Núrgis sem saumaði kjólin frá grunni.
,,Við Sigrún Elsa þróðum kjólin svo saman með hverri mátun og hann tók á sig loka myndina morgunin sem ég fór út. Sigrún Elsa vinnur mikið með sérsaum á brúðar- og samkvæmiskjólum. Ég kolféll fyrir brúðarkjól sem hún gerði fyrir brúðkaup vinkonu minnar og bað hana í kjölfarið að gera minn kjól. Ég er reglulega ánægð með gripinn og hlakka til að sýna útkomuna í kvöld,” segir Sigrún sem mun einnig bera nælu í kjólnum sem er hönnuð gullsmið sem kallar sig Jóa en hann er nýbúinn að hanna skartgripalínu sem heitir NOX. Kjóllinn er gulur frá toppi til táar og að sjálfsögðu er Sigrún í skóm frá Gyðju Collection en skórnir sem hún mun klæðast heita Ásdís.
Sigrún er ekki ein í LA því henni til halds og trausts er Berglind Magnúsdóttir sem er hennar persónulega hárgreiðslu og förðunarkona, Berglind er eigandi hárgreiðslustofunnar Control og hefur séð um hár og förðun Sigrúnar Lilju í mörg ár.
Að lokum segir Sigrún lilja:
„Það er alltaf yndislegt að koma hingað til L.A en þegar ég er stödd hér þá eru dagarnir nýttir til fulls, ég verð líka að funda með samstarfsaðilum nánast frá morgni til kvölds flesta daga vegna Gyðju“ segir Sigrún Lilja full tilhlökkunar fyrir kvöldinu.
Við óskum Sigrúnu Lilju innilega til hamingju með árangurinn!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig