“Kona” sem kallar sig Sigþóru Björk Eydal, á ótal marga þjóðþekkta einstaklinga fyrir vini á Facebook.
Merkilegt nokk er þessi kona samt ekki til. Það er enginn manneskja með nafninu Sigþóra Björk Eydal í Þjóðskrá enda eru þær teljandi á fingrum annarar handar þær konur sem birta myndir af sér á nærbuxunum einum fata á Facebook. Það er eitthvað bogið við þetta.
“Sigþóra” á núna 759 vini á Facebook en þar af hafa mjög margir komið fram eða eru starfandi í fjölmiðlum. Hún segist hafa áhuga á útliti og fegurð en annars er fátt af henni að segja.
Vissulega er varasamt að vingast við alla á Facebook og sér í lagi einstaklinga sem sigla undir fölsku flaggi. Oft gleymist að stilla “privacy” og þá getur í raun hver sem er grannskoðað einkalíf þitt án þess að gefa neitt upp á móti.
Farðu varlega á Facebook. HÉR eru nokkrar gullnar reglur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.