Segja má að Sif Cosmetics hafi komið séð og sigrað þegar þau settu á markaðinn húðdropana vinsælu fyrir tveimur árum.
Við Pjattrófur vorum með þeim fyrstu til að kynnast vörunni en nokkrar okkar fengu að prófa áður en varan var sett á markað og skömmu síðar gáfum við heppnum lesendum okkar húðdropa við fádæma vinsældir.
Í fyrra kom svo á markað húðkrem fá Sif Cosmetics en nú rétt fyrir helgi var þriðja varan kynnt til leiks. Sú er kölluð HÚÐNÆRING og er ætluð fyrir líkamann. Að sögn framleiðenda eykur húðnæringin framleiðslu kollagens í húðinni en kollagen stuðlar að því að húðin okkar sé bæði mjúk og teygjanleg, eða með öðrum orðum, ungleg.
Þetta eru eflaust gleðitíðindi fyrir fjölmarga aðdáendur húðdropanna en Húðnæringin er sögð gera hörundinu sérlega gott:
“EGF húðnæring er þróuð til að styrkja og mýkja húðina og gefa henni aukinn ljóma. Í prófunum meðal íslenskra kvenna á EGF húðnæringunni kom í ljós að hún jók rakastig húðarinnar um 62% og þétti kollagen-net húðarinnar um 37% eftir einungis mánaðarnotkun,” segir í fréttatilkynningu.
Nú fyrir helgi var haldið einskonar frumsýningarpartý á Húðnæringunni en þangað kom fjöldinn allur af konum og öðrum áhugasömum. Ragnhildur Steinunn tók m.a. viðtal við Björn Örvar, framkvæmdastjóra Sif Cosmetics en þar sagði hann:
“Allt frá því að EGF húðdroparnir tóku íslenskan markað með trompi fyrir um tveimur árum höfum við lagt áherslu á vöruþróun og rannsóknir til að mæta óskum neytenda um fleiri húðvörur sem raunverulega virka. Það er mjög ánægjulegt að geta nú boðið upp á vöru sem gerir það sama fyrir líkamann og EGF húðdroparnir gera fyrir andlitið. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá þeim tugum kvenna sem hafa tekið þátt í prófunum á vörunni hjá okkur og ég vonast til að EGF húðnæring muni ná sömu vinsældum og hinar vörunar okkar tvær meðal kröfuharðra íslenskra neytenda.“
Við sama tilefni voru nýjar umbúðir frumsýndar en þær eru einfaldar, hreinlegar og smekklegar.
EGF húðvörurnar fást í snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt en Sif Cosmetics er nú með dreifiaðila fyrir vörur sínar í 42 löndum víða um heim.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.