Marta María auglýsti eftir takkaskóm í stærð 40 á Facebook síðunni sinni í gær en Rikka, sem er búin að melda sig í á völlinn, segist ekki vera góð í fótbolta en á móti komi mikið keppnisskap.
Þær stöllur ætla að vera með í svokölluðu selebba liði en á morgun fer fram spennandi leikur þar sem kvennaknattspyrnuliðið FC Ógn spilar á móti nokkrum heitustu selebba konum landsins.
Markmiðið er að safna áheitum fyrir unga krabbameinsveika konu, Rakel S. Magnúsdóttur, sem hefur barist við meinið síðustu átta ár og fengið fimm greiningar en hún eignaðist m.a. tvær dætur á þessu tímabili.
Fleiri góðar konur ætla að leggja málefninu lið með því að þreyta knattspyrnu við hið alræmda lið FC Ógn en meðal þessara frægðarfrauka eru þær Tobba Marinósdóttir, Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Björk Eiðsdóttir, Bryndís Ásmunds, Þóra Sigurðardóttir, Kolbrún Pálína, Rakel Þorbergs, Eva María Jónsdóttir, Linda Blöndal og Dóra Wonder.
Leikkonur FC Ógn eru meðal annars þær Rakel Garðarsdóttir- framleiðandi Vesturports, knattspyrnustjóri og eigandi FC Ógnar, Vala Garðarsdóttir – Fonleifafræðingur, Guðrún Katrín – Hjúkka, Bára Kristgeirsdóttir – Grafískur hönnuður, Rósa – Verslunarstjóri í Laura Ashley, Nina Dögg – Leikkona, Þorbjörg Helga – Leikkona, Sigurbjörg Þrastardóttir – Rithöfundur og skáld og Hrefna Sætran svo einhverjar séu nefndar.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 á KR vellinum á morgun og boðið verður upp á heitt kakó.
Meira um leikinn er hægt að lesa hér á Facebook en búast má við ansi góðri stemmningu á morgun og hvetja Pjattrófurnar sem flesta til að mæta og leggja málefninu lið.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.