Bandaríska söngkonan Rihanna lætur sér ekki segjast þrátt fyrir að vera skömmuð fyrir óæskilega framkomu.
Hún reykir og lætur eins og “götustelpa” á myndum sem teknar voru í tilefni af nýútgefinni smáskífu, Talk That Talk.
Ýmis samtök hafa út á framkomu hennar að setja, meðal annars krabbameinssamtök á Írlandi sem benda á skaðsemi reykinga og tengingarinnar við dauðsföll af völdum krabbameins. Einnig eru bandarísk ‘Stígamótasamtök’ lítið hrifin af framkomu Rihönnu í nýlegu myndbandi við lagið We found love. Þar reykir hún og tekur töflur og lætur kærastann flengja sig. Ekki nóg með það, hann krotar “Mine” á rassinn á henni.
Þetta líst þeim ekki á hjá “Rape Crisis Center” og segja að myndbandið sé hneyksli. Það sendi út skilaboð þess efnis að hún sé hlutur, eign karlmannsins, en slíkt sé algengt í raunverulegum ofbeldissamböndum.
Rihanna lætur sér fátt um finnast og heldur sínu striki sem óþekka stelpan. Um síðustu helgi djammaði hún til morguns og fagnaði afmæli bróður síns en þá hafði hún eytt nokkrum dögum í Amsterdam þar sem hún skellti sér á hassbúllu með vinum. Hún á svo eftir að klára tónleikaröð sína í Bretlandi og Evrópu en treður upp í X Faktor þætti um næstu helgi.
Meira HÉR um reykingar og tísku í skemmtilegum pistli frá Stellu en hér sérðu vandræðastelpuna Rihönnu í hlutverki slæmu fyrirmyndarinnar:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tg00YEETFzg[/youtube]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.