Það þykir tíðindum sæta að fá nafn sitt í ítalska Vogue en þetta gerðist þegar mynd sem við Pjattrófur unnum í samstarfi við Oroblu birtist á vefsvæði hins virta tímarits.
Ölgerðin sem flytur inn Oroblu leitaði til Pjattrófanna eftir samstarfi við gerð tískuþáttar og við fengum til liðs við okkur þær Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara, Ernu Hrund Hermannsdóttur förðunarfræðing frá L’Oreal, Bergþóru Þórsdóttur hárgreiðslumeistara og þrjár flottar fyrirsætur frá Eskimo models; Steinunni, Söru og Rós.
Margrét pjattrófa hafði hönd í bagga með tökustaði, uppstillingar og sitthvað fleira og Díana Bjarnadóttir stíliseraði.
Myndin sem birtist í Vogue er tekin undir Akrafjalli en við áttum þar ofurskemmtilegan dag síðasta haust með þeim Ásu Helgadóttur og Ingibjörgu Halldórsdóttur á Heysnesi II en þær sem lánuðu okkur bæði hesta, húsnæði og fóru með okkur um svæðið.
Eins og ávallt þegar gott fólk kemur saman með göfug markmið varð útkoman stolt okkar allra. SMELLTU HÉR til að sjá tískuþáttinn í heild sinni.
Pjattrófurnar eru opnar fyrir samstarfi við góða aðila og hafir þú eða þitt fyrirtæki áhuga skaltu senda tölvupóst á pjattrofurnar@pjatt.is
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.