Jæja! Þar kom að því að við Pjattrófur ætlum að sveifla rófunum okkar á SnapChat og allir mega fylgjast með!
Það eru reyndar gríðarlega takmarkaðar líkur á að við séum að fara að frelsa líkamsparta sem almennt eru huldir en við ætlum að leyfa lesendum okkar að fá að kynnast okkur aðeins betur, því sem við erum að brasa þegar við erum ekki með fingurna á fullu á lyklaborðinu.
Hvort sem það tengist heilsupjatti, matarpjatti, bjútípjatti, ferðapjatti eða öðru pjatti þá mátt þú vera með okkur og fylgjast með því sem við erum að bralla og brasa. Við búum í hingað og þangað og sumar okkar eru bara stanslaust á ferð og flugi um heiminn. Af því lífið er auðvitað allt of stutt fyrir leiðindi!
Við erum glaðar og kátar, pínu klikk og oftast í góðum pollýönnugír þannig að það munu ekki hellast yfir þig nein leiðindi þegar þú fylgir okkur. Það frábæra við Internetið er gagnvirknin og nú færð þú að kynnast okkur höfundunum mikið betur. Við lofum líka að það verður hvorki barna né gæludýra-spam (nema smábörnin og gæludýrin komist í símana okkar).
Finndu okkur Pjattstelpur með því að slá inn notendanafnið pjattsnapp eða Pjatt.is á SnapChat!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.