Okkur pistlahöfundum hér á Pjattinu, eða Pjattrófum eins og við köllum okkur, finnst alltaf gaman að fylgjast með lestrinum á veftímaritinu okkar…
…og sérlega gaman er að sjá hann skjótast upp á samræmdum mælingarlista Modernusar en slík hefur verið raunin síðustu vikurnar.
Nú erum við í 10. sæti yfir mest lesnu Fréttamiðla og veftímarit landsins, þétt við hlið Viðskiptablaðsins, þess virðulega gamla góða rits en það er jafnframt eina ritið sem við berum okkur saman við þó viðfangsefnin séu ólík. Lesendur eru rétt tæplega 33.000 á einni viku sem telst harla gott.
Konur, eldri en 25 ára, lesa Pjattið
Ástæðan er sú að 95% þeirra sem lesa Pjatt.is eru konur og þar af eru langflestar eldri en 25 ára, eða um 85% lesenda. Semsagt, afmarkaður og einstaklega skemmtilegur lesendahópur.
Við gerum jafnframt okkar besta til að búa til vandað efni sem höfðar til áhugasviðs okkar sjálfra og lesenda okkar þar með, en forðumst að fara ódýrar leiðir í efnisvali til að fá smelli á vefinn.
Skrifum ekkert um ofbeldi, neikvæðni og þjóðmálaþras, en einbeitum okkur þess í stað að góðum ábendingum, uppbyggilegum ráðum, jákvæðum og forvitnilegum fréttum, fegurð, fíneríi og klassa – enda erum við Pjattrófur 😉
Til að skoða listann í heild sinni er að smella HÉR en ef þú hefur áhuga á að nálgast lesendahóp okkar, koma einhverju á framfæri eða auglýsa má senda okkur póst á pjattrofurnar hjá pjattrofurnar.is.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.