Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, lífskúnstner og poppstjarna er unglegur og fagur sýnum en hann er fæddur árið 1970 og er því orðin 42 ára.
Útlitið góða þakkar Palli fyrst og fremst erfðum og heilsusamlegu líferni: Hann hefur aldrei reykt og drekkur ekki en þetta tvennt hefur vissulega jákvæð áhrif á útlitið. Svo lofar hann í hástert kremin frá Purity Herbs sem eru búin til á Akureyri og eru bæði lífræn og aukaefnalaus.
Í þessu skemmtilega myndskeiði hér að neðan stendur Palli inni á baði heima hjá sér og fer yfir kremastöðuna í hillunni ásamt því að velta því fyrir sér hvað verði um Nivea raksápubrúsann og úr hverju innihaldið sé gert.
Til að skilja hann ekki lengi eftir í óvissunni hafði pjattrófa samband við Nivea og Sorpu og hreinlega spurði – enda mjög áhugaverð spurning. Svarið er einfalt: Umbúðirnar utan um raksápuna eru úr áli og ál er endurvinnanlegt. Það má fara í venjulega ruslatunnu því þegar það lendir hjá Sorpu er það sorterað úr með einskonar segulkapli sem dregur dósina til sín. Eftir það er hún brædd og mögulega endurfæðist hún sem kókdós seinna meir – eða raksápubrúsi?
Rakvélarblöðin eru einnig endurvinnanleg og mælt er með að þeim sé safnað saman og svo farið með þau í gáma hjá Sorpu. En kíktu hér á myndbandið sem var sett á netið í tilefni umhverfisátakinu Grænn Apríl. Skemmtilegt!
[vimeo]40084002[/vimeo]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.