Borgarráð hefur samþykkt að Laugardalslaug verði opin allan sólarhringinn í nótt, 24. júní 2014 í tengslum við Miðnæturhlaup 2014 á Jónsmessu sem hefst í kvöld, mánudaginn 23. júní.
Laugardalslaug var síðast opin næturlangt árið 2010 og heppnaðist það mjög vel. Fjöldi fólks lagði þá leið sína í laugina og var langt fram á nótt. Aðsókn er iðulega mikil í laugina yfir sumarmánuðina og júlí er jafnan vinsælastur.
Miðnæturhlaupið 2014 er nú haldið í 22. sinn og hefst og endar í Laugardalnum.
Að loknu hlaupi er öllum þátttakendum boðið í Laugardalslaugina. Borgarbúar og aðrir gestir geta einnig notað tækifærið til að synda eða sitja í heitu pottunum á bjartasta tíma ársins.
Frábær leið til að njóta Jónsmessunnar.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.