Föstudaginn 11.nóvember og 12.nóvember nk. gefst andlega sinnuðum Íslendingum tækifæri til að kynna sér ýmsar tegundir andlegrar iðkunar í jarðböðunum í Mývatnssveit.
Dagurinn 11.11.11 er haldin hátíðlegur með jógaiðkun og tónleikahaldi víða um heim meðal þeirra sem stunda kundalini jóga og gefst norðlendingum og öllum sem vilja vera með kostur á að gera slíkt hið sama en samkvæmt jógískum fræðum gengur öld vatnsberans formlega í garð á þessum degi. Það eru Kundalini jógakennararnir Harpa Barkardóttir og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir sem leiða hinar ýmsu gerðir af jóga, meðal annars gönguhugleiðslu, jóga í jarðböðum, kundalini jógatíma og möntrutónleika þar sem Harpa Barkardóttir spilar á gítar, syngur vel valin möntrulög og fléttar inn öndunarhugleiðslum fyrir alla.
Verðið er ekki hátt 2.500,- á alla viðburðina. Hægt er að panta kvöldverð kl 19 á föstudagskvöldinu í jarðböðunum. Það verður grænmetissúpu, salatbar og brauð fyrir 2.500 kr.
Nánari upplýsingar á www.alkemia.is og www.jogaivatni.is.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.