Októbermánuður er tileinkaður baráttunni við brjóstakrabbamein og til að styrkja Krabbameinsfélagið er Bleika slaufan komin í sölu.
Í ár voru konur í Suður-Afríku fengnar til að perla slaufuna og erum við því að styrkja þær í leiðinni með kaupunum.
Konurnar úr þorpunum Zulufadder eru engar venjulegar konur, flestar eru þær ömmur sem annast 12-14 börn hver, sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Heil kynslóð fólks á þessu svæði hefur horfið sökum sjúkdómsins og með því að fá konurnar til að perla 50.000 slaufur geta þær nú brauðfætt þau börn sem eru í þeirra umsjá.
Leggjum okkar af mörkum og sjáum til þess að allar þessar 50.000 slaufur seljist um leið og við minnum hvor aðra á að fara í skoðun.
Munum líka eftir „bleiku“ leigubílunum, en hluti af tekjum þeirra renna líka til Krabbameinsfélagsins.
Hér fyrir neðan má líta á frásagnir 6 kvenna sem glímt hafa við krabbamein.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=t6hRrjIFiqA[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.