Þjóðinni er boðið á opnun Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í kvöld þann 16. nóvember.
Öllum landsmönnum er boðið að vera við opnun Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í Bíó Paradís (Reykjavík European Film Festival / REFF) í kvöld kl. 19.
Hægt verður að velja um fjórar myndir sem allar hefjast kl. 20; Alpana eftir Giorgos Lanthimos, Strák á hjóli eftir Dardenne bræður, Hafið djúpa bláa eftir Terence Davies og Gaurana eftir Olivier Dahan en boðið gildir meðan húsrúm leyfir svo það er gott að vera mætt snemma.
Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem fram fer í Bíó Paradís dagana 16.-25. nóvember, er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur uppá að bjóða í bíói á síðustu misserum.
Almennt miðaverð á hátíðina er aðeins kr. 500 og hægt verður að kaupa fimm mynda passa fyrir aðeins kr. 2000.
Okkur finnst þetta frábært tilboð og um að gera að drífa sig í bíó því eins og fleiri þá er alltaf svo frískandi að horfa á eitthvað annað en Hollywood framleiðslu í bland og margar af okkar eftirlætis kvikmyndum koma einmitt frá Norðurlöndum eða Evrópu.
Endilega drífðu þig í bíó í kvöld og taktu menningarlegu frænku þína með! Það verður gaman! Smelltu HÉR til að lesa meira um myndirnar á heimasíðu Bíó Paradís.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.