Eftir að kreppan skall á kenndi neyðin mörgum “nöktum” konum að spinna og fjölmargar hafa farið út í eigin rekstur.
Bæði hafa orðið til ótal nýir hönnuðir á síðustu fjórum árum en einnig hefur orðið aukning í margskonar þjónustu.
Eitt vilja allir sem standa í rekstri: Að hafa skýr markmið og vita hvað fyrirtækið, eða vörumerkið, stendur fyrir. Ef þetta er ekki raunin er hætt við að liðsmenn fyrirtækisins missi sjónar á því hvert ferðinni er heitið og fljótlega fjarar undan.
Á fimmtudaginn næsta kemur þekktur og virtur fyrirlesari til landsins en sá er sérfróður um stefnumótun, markaðssetningu og nýsköpun. Hann heitir Erich Joachimsthaler og er forstjóri Vivaldi Partners en það er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf á þessu sviði, stofnað árið 1999.
Erich mun vera með afar fróðlegan og innblásinn fyrirlestur um hvað þarf til til að ná forrystu á markaði með vörumerki sínu og skapa vöxt með nýsköpun innan fyrirtækja. Einstakt tækifæri fyrir markaðsfólk og alla stjórnendur innan fyrirtækja af öllum stærðum að læra af miklum fræðimanni og reynslubolta í alþjóðlegum viðskiptaheimi en hann hefur meðal annars starfað með:
Adidas, Audi, KitchenAid, Levi Strauss, O´Neill, Philips, Procter & Gamble, Sears, Coop Trading, At&t, British Telecom, Siemens, Oracle, Disney, Bacardi, Coca Cola, PepsiCo, Remy Martin, Kia, Boeing, BMW group, Absolut Vodka, American Express… svo “fátt eitt” sé nefnt.
Síðastliðin 20 ár hefur Dr. Joachimsthaler verið með fastar kennslustöður í University of Southern California, Istitutos Estudios Superiores de la Empresa (IESE) in Barcelona og the Darden School, University of Virginia. Einnig hefur hann verið gestafyrirlesari í eftirfarandi háskólum: Harvard Business School, Insead, London Business School, University of Toronto, Duke University and Helsinki Institute of Technology.
Frekari upplýsingar um þennan spennandi fyrirlesara er að finna HÉR og á sama stað er hægt að skrá sig.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.