Fólk var í hátíðarskapi þegar veitingahúsið MAR opnaði á dögunum og gestir streymdu í Hafnarbúðir sem hýsa þetta flotta, nýja veitingahús við Gömlu höfnina.
Athafnakonan Rannveig Grétarsdóttir er einn af eigendum MAR en hún er framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, sem líka hefur aðsetur í þessu fallega, sögufræga húsi. Rannveig (sem er á myndinni hér að ofan með Bjössa og Dísu í WC) var heiðruð í fyrra af Félagi kvenna í atvinnurekstri (FKA) þegar hún var valin Kona ársins 2012.
FS MAR, MÝRIN OG MARBAR!
Norræna hönnunarverslun Mýrin hefur líka hreiðrað um sig í Hafnarbúðum og er smart tenging við veitingahúsið. Tilvalið er að staldra við í Mýrinni til að skoða gersemar og skella sér svo í drykk á MARBAR og bragða á suðrænum réttum sem kitla bragðlaukana.
Mar er fornt íslenskt orð yfir haf og bæði útlit staðarins og eldamennska hafa tengingu við sjó en fyrst og fremst er staðurinn innblásinn af suður-amerískri og evrópskri matargerð. Það eru Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir hjá HAF sem eiga heiðurinn af hönnun MAR en sérlega skemmtilega hannaður bar er á staðnum – sem að sjálfsögðu ber nafnið MARBAR!
Myndir: Eva Björk Ægisdóttir
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.