Iðuhúsið hefur tekið miklum stakkaskiptum á liðnum misserum en nú er þar að finna þrjá nýja veitingastaði þar sem áður voru Súfistinn og Ó Sushi.
Fyrr á þessu ári opnaði kaffihúsið Mezzo þar sem áður var Súfistinn og Soya Makibar kom í staðinn fyrir Ó Sushi en nú síðast opnaði Adesso í húsinu. Þar getur þú komið og fengið þér crépes, eða fylltar pönnukökur, og súpu með fyrir sanngjarna upphæð.
Það eru þeir Elís Árnason, Ívar Unnsteinsson og Þórhallur Arnórsson sem standa að þessum stað en hann tekur 26 manns í sæti og er opinn frá hádegi til níu á kvöldin en tíu föstudaga og laugardaga. HÉR má sjá matseðilinn.
Verður spennandi að prófa…
Myndir fengnar að láni frá www.freisting.is
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.